Fyrstu þrjár þáttaraðirnar af Halt and Catch Fire eru komnar á Stöð 2+ og sú fjórða, sem er jafnframt lokaþáttaröðin, er væntanleg von bráðar.
Þættirnir eru lauslega byggðir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í tölvubyltingunni á níunda áratuginum þegar fyrirtækið IBM átti tölvumarkaðinn og mörg helstu tæknifyrirtæki nútímans risu og klóruðu sig á toppinn, uppgangi internetsins á tíunda áratugnum og uppsveiflu og uppgangi á mörkuðum í kjölfarið.
Á þessum tíma voru tölvur ekki nálægt því jafn algengar og þær eru í dag. Þættirnir fara yfir þegar ákveðið var að selja og markaðsetja tölvurnar fyrir venjuleg heimili, en á þessum tíma var talið að tölvur væru of flókið fyrirbæri fyrir meðal Jón.
Halt and Catch Fire dregur nafnið sitt frá skipun sem þekkt er í tölvuverkfræði, en skipunin lætur tölvuna hætta allri starfsemi sem hún er með í gangi um hæl.
Þættirnir hafa ekki verið sýndir áður hér á landi en þeir nutu mikilla vinsælda erlendis og eru með 8.4 í einkunn á IMDb.
Tryggðu þér áskrift að Stöð 2+ hér.