Aksturinn í Rússlandi er hluti af heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 en í tilkynningu frá FIA, alþjóðlega aksturíþróttasambandinu, kemur fram að kepninni í Rússlandi hefur nú verið aflýst.
Í tilkynningu frá sambandinu segir að Formúla 1 eigi að sameina lönd heimsins en með sorg og óhug með þróun mála í Úkraínu neyðist sambandið til að aflýsa keppni í Rússlandi sem átti að fara fram þann 23. september 2022. Sambandið tekur einnig fram að vonast er til þess að hægt er að finna friðsæla lausn í deilum Rússlands og Úkraínu en við núverandi ástanda er ekki hægt að halda kappakstrinum í Rússlandi til streitu.
Keppnistímabilið í F1 mun fara af stað þann 18. mars næstkomandi í Bahrain í Katar.
A statement on the Russian Grand Prix pic.twitter.com/OZbbu9Z8ip
— Formula 1 (@F1) February 25, 2022