Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2022 18:02 Hljómsveitin Buff hélt upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt árið 2019. Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar. MeToo Tónlist Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar.
MeToo Tónlist Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira