Sport

„Vildum gera betur heldur en í bikarleiknum“

Andri Már Eggertsson skrifar
Aron Kristjánsson var ánægður með úrslit leiksins
Aron Kristjánsson var ánægður með úrslit leiksins Vísir/Hulda Margrét

Haukar völtuðu yfir Gróttu og unnu fjórtán marka sigur 38-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með frammistöðu liðsins. 

„Þetta var frábær leikur og ég er mjög ánægður með liðið. Við vorum ósáttir með bikarleikinn fyrir norðan og vorum við staðráðnir í að gera betur heldur en í síðasta leik,“ sagði Aron Kristjánsson sem var ánægður með orkuna í liðinu.

Vörn Hauka var góð sem endaði með að Grótta skoraði sitt fyrsta mark þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af leiknum. 

„Vörnin var góð og Stefán Huldar varði vel í markinu. Orkan var góð í liðnu og menn voru vel tengdir.“

Aron var ánægður með hvernig Haukar gáfu í þegar Grótta minnkaði forskotið niður í fimm mörk í byrjun síðari hálfleiks.

„Við slökuðum aldrei á þrátt fyrir að Grótta skoraði tvö mörk í röð. Við spiluðum af fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×