Klitschko boxbræðurnir báðir í stríðið gegn Rússum: „Ég verð að berjast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 08:30 Wladimir Klitschko fagnar sigri í hnefaleikhringnum með úkraínska fánann. Getty/Martin Rose Tvær af stærstu íþróttastjörnum Úkraínumanna í sögunni eru meðal þeirra sem hafa haldið kyrru fyrir í landinu til að berjast gegn innrás rússneska hersins. Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022 Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022
Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira