Klitschko boxbræðurnir báðir í stríðið gegn Rússum: „Ég verð að berjast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 08:30 Wladimir Klitschko fagnar sigri í hnefaleikhringnum með úkraínska fánann. Getty/Martin Rose Tvær af stærstu íþróttastjörnum Úkraínumanna í sögunni eru meðal þeirra sem hafa haldið kyrru fyrir í landinu til að berjast gegn innrás rússneska hersins. Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022 Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022
Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti