Innlent

Dan­merkur­skuld fyrr­verandi þing­manns tí­faldaðist í Lands­rétti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm

Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag.

Fionia Bank fór í slitameðferð árið 2006, skömmu eftir að Anna Kolbrún gerði sátt við bankann um ákveðna fjárhæð. Bankinn var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta til Nordea bankans. Krafa Önnu var síðan yfirtekin af Lowell Danmark.

Lowell Danmark fór fram á að Anna Kolbrún myndi greiða 623.281 danskar krónur, eða rúmlega 13 milljónir íslenskra króna, vegna lánsins með 8,05 prósent ársvöxtum frá 12. desember 2016 að frádregnum 54.328 innborgunum.

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ósannað að krafan sem fyrirtækið fékk framselda hafi numið hærri upphæð en 68.561 danskri krónu. Landsréttur tók hins vegar alla fjárkröfu Lowell Danmark, sem svaraði til 623 þúsund danskra króna ásamt vöxtum átta prósent vöxtum í fimm ár frá 2016 og litlu minni vöxtum frá árinu 2021.

Upphæðin nemur því vel á annan tug milljóna íslenskra króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×