Galdur samdi við danska stórveldið fyrir grunnskólalok Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Galdur Guðmundsson handsalar samninginn um að koma til Kaupmannahafnar í sumar og spila með liðum FCK. fck.dk Danska knattspyrnuveldið FC Kaupmannahöfn heldur áfram að sækja sér efnilega Íslendinga og hefur nú tryggt sér krafta hins 15 ára gamla Ásgeirs Galdurs Guðmundssonar. Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild. Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild.
Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira