Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 13:22 Ingólfur Bjarni í Úkraínu. Fréttaskeyti hans þaðan og þá ekki síður þegar hann yfirgaf landið þegar átökin brutust út hafa vakið verulega athygli. ruv/skjáskot Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. „Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira