Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:23 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki mæta Rússlandi á meðan á hernaði Rússa stendur. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir.
Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.
Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59
FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14
England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti