Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:53 Míkhaíl Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Stöð 2/Arnar Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00