Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent