Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Snorri Másson skrifar 2. mars 2022 11:59 Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Aðsend mynd Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri. Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri.
Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12