Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 2. mars 2022 23:30 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76. „Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
„Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira