Mannréttindi, umhverfismál og menntun í brennidepli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:09 Frá Barnaþinginu árið 2019. Vísir/SigurjónÓ Stjórnvöld ætla að nýta tillögur Barnaþings markvisst í opinberri stefnumótun að sögn umboðsmanns barna en þingið verður sett í annað skipti í dag í Hörpu. Ríflega hundrað börn ræða þar um um mannréttindi umhverfismál og menntun. Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna. Réttindi barna Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna.
Réttindi barna Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira