Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 23:17 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er einn þeirra sem nú stendur til boða kaupréttur á hlutum í félaginu. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Sjá meira
Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Sjá meira
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13