Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 13:17 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA, segist hafa góð sambönd og aðstöðu. Hann hafi því verið boðinn og búinn til að leggja eitthvað af mörkum. Aðsend Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fjórtán staðfest dauðsföll en frásagnir af mun fleirum Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00
Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29