Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 13:29 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna. Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“