Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Það var svo Ásgeir Galdur Guðmundsson sem skoraði annað mark Blika snemma í síðari hálfleik áður en Je-Wook Woo minnkaði muninn fyrir Þórsara og þar við sat.
Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Blika, en liðið er nú með níu stig eftir þrjá leiki. Blikar sitja í öðru sæti riðilsins, en ÍA er einnig með níu stig, en með betri markatölu og hafa leikið einum leik meira.
Þórsarar sitja hins vegar í fimmta sæti með tvö stig eftir fjóra leiki.