Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. mars 2022 07:00 Nikita Mazepin. Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin. Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð. Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð.
Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira