Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:20 Gylfi Þór var ekki lengi án vinnu eftir lokun farsóttarhúsanna. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, mun skipa sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu og mun teymið fara með yfirstjórn aðgerða og vinna að skipulagningu á móttöku flóttafólks frá landinu. Í hópnum verða fulltrúar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Þá verður óskað eftir fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þátttöku í teyminu og að fulltrúi flóttamannanefndar eigi þar einnig sæti. Stofnanir ráðuneytisins munu taka þátt í starfinu eftir þörfum. Hefur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ráðið Gylfa Þór sem aðgerðarstjóra teymisins til að leiða þau verkefni sem við blasa og tengja saman stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki sem lagt geta málinu lið. Ráðgert er að opna síðar í dag sameiginlega rafræna gátt fyrir tilboð um aðstoð sem berast víða að svo tryggja megi yfirsýn og meta þörf og eftirspurn. Sérstaklega á það við um tilboð um húsnæði fyrir flóttafólkið til skemmri eða lengri tíma. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vistaskipti Tengdar fréttir Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi bíður eftir uppsögn Gylfi Þór Þorsteinsson segir að þrátt fyrir að áfram sé töluvert álag á farsóttahúsin þá búist hann við að þeim verði lokað fyrr en síðar. Starfsfólk sé þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Sjálfur hefur Gylfi verið áberandi í heimsfaraldrinum sem forstöðumaður farsóttahúsanna. 12. febrúar 2022 12:43 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, mun skipa sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu og mun teymið fara með yfirstjórn aðgerða og vinna að skipulagningu á móttöku flóttafólks frá landinu. Í hópnum verða fulltrúar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Þá verður óskað eftir fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þátttöku í teyminu og að fulltrúi flóttamannanefndar eigi þar einnig sæti. Stofnanir ráðuneytisins munu taka þátt í starfinu eftir þörfum. Hefur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ráðið Gylfa Þór sem aðgerðarstjóra teymisins til að leiða þau verkefni sem við blasa og tengja saman stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki sem lagt geta málinu lið. Ráðgert er að opna síðar í dag sameiginlega rafræna gátt fyrir tilboð um aðstoð sem berast víða að svo tryggja megi yfirsýn og meta þörf og eftirspurn. Sérstaklega á það við um tilboð um húsnæði fyrir flóttafólkið til skemmri eða lengri tíma.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vistaskipti Tengdar fréttir Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi bíður eftir uppsögn Gylfi Þór Þorsteinsson segir að þrátt fyrir að áfram sé töluvert álag á farsóttahúsin þá búist hann við að þeim verði lokað fyrr en síðar. Starfsfólk sé þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Sjálfur hefur Gylfi verið áberandi í heimsfaraldrinum sem forstöðumaður farsóttahúsanna. 12. febrúar 2022 12:43 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28. febrúar 2022 20:09
Gylfi bíður eftir uppsögn Gylfi Þór Þorsteinsson segir að þrátt fyrir að áfram sé töluvert álag á farsóttahúsin þá búist hann við að þeim verði lokað fyrr en síðar. Starfsfólk sé þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Sjálfur hefur Gylfi verið áberandi í heimsfaraldrinum sem forstöðumaður farsóttahúsanna. 12. febrúar 2022 12:43