Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 16:14 Sólveig Anna lætur Halldóru Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ og formann stéttarfélagsins Bárunnar hafa það óþvegið í pistli á Facebooksíðu sinni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur. Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur.
Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54