„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 22:14 Fríða Ísberg fékk Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta í dag, fyrir bókina Merkingu. Vísir/Egill „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45