„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 22:14 Fríða Ísberg fékk Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta í dag, fyrir bókina Merkingu. Vísir/Egill „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45