Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi, en talsverð rigning hefur verið í morgun sem hefur leitt til að snjór hefur víða bráðnað í stórum stíl.
„Fráveitan hefur ekki undan. Þetta er eins og það er. Við eigum von á fleiri tilkynningum en það mun svo stytta upp um hádegi,“ segir varðstjóri.