Skilorðsbundið bann fyrir að bomba spaðanum í stól dómarans Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 17:30 Spaðinn var ansi illa farinn eftir að Alexander Zverev hafði lokið sér af. Áhorfandi fékk spaðann sem minjagrip. AP/Marcos Dominguez Þýski tenniskappinn Alexander Zverev hefur verið úrskurðaður í átta vikna skilorðsbundið bann og hefur fengið viðbótarsekt upp á 25.000 Bandaríkjadali eftir að hann missti algjörlega stjórn á skapi sínu á Opna mexíkóska mótinu í febrúar. Zverev hafði áður fengið 40.000 dala sekt og verið hent út úr mótinu eftir að hann lamdi tennisspaða sínum ítrekað í stól dómarans, fullur bræði þar sem hann taldi dómarann hafa gert slæm mistök. Zverev, sem er í 3. sæti heimslistans, var að keppa í tvíliðaleik með Marcelo Melo gegn þeim Lloyd Glasspool og Harri Heliovaara. Zverev og Melo töpuðu leiknum og að mati Zverevs skipti sköpum að dómarinn dæmdi boltann eitt sinn inni en ekki úti, á mikilvægu augnabliki. Alexander Zverev has been THROWN OUT of the Mexican Open for attacking the umpire's chair at the end of his doubles match pic.twitter.com/CWhQ1r6kwj— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) February 23, 2022 ATP, samtök atvinnutennisspilara, sendu í dag frá sér yfirlýsingu um að Zverev hefði gerst sekur um ofsafengna framkomu og fengi því fyrrnefnt bann og sekt. Refsingin er hins vegar skilorðsbundin í eitt ár svo að ef að Zverev heldur sig á mottunni fram til 22. febrúar á næsta ári þarf hann ekki að fara í bann né greiða viðbótarsektina. Tennis Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Zverev hafði áður fengið 40.000 dala sekt og verið hent út úr mótinu eftir að hann lamdi tennisspaða sínum ítrekað í stól dómarans, fullur bræði þar sem hann taldi dómarann hafa gert slæm mistök. Zverev, sem er í 3. sæti heimslistans, var að keppa í tvíliðaleik með Marcelo Melo gegn þeim Lloyd Glasspool og Harri Heliovaara. Zverev og Melo töpuðu leiknum og að mati Zverevs skipti sköpum að dómarinn dæmdi boltann eitt sinn inni en ekki úti, á mikilvægu augnabliki. Alexander Zverev has been THROWN OUT of the Mexican Open for attacking the umpire's chair at the end of his doubles match pic.twitter.com/CWhQ1r6kwj— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) February 23, 2022 ATP, samtök atvinnutennisspilara, sendu í dag frá sér yfirlýsingu um að Zverev hefði gerst sekur um ofsafengna framkomu og fengi því fyrrnefnt bann og sekt. Refsingin er hins vegar skilorðsbundin í eitt ár svo að ef að Zverev heldur sig á mottunni fram til 22. febrúar á næsta ári þarf hann ekki að fara í bann né greiða viðbótarsektina.
Tennis Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira