Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:55 Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – sem nemi fjórum milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna. Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni. Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni.
Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira