Risadagur á NFL-markaðnum í gær með metsamningi og kveðjustund í Seattle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 13:31 Aaron Rodgers fær yfir 26 milljarða í laun næstu fjögur árin. Getty/Quinn Harris Það vantaði ekki stóru fréttirnar af leikmannamarkaði NFL-deildarinnar í gær og á næstu dögum eru líkur á að það verði fleiri fréttir af því hvar öflugir leikmenn finni sér heimili fyrir næstu leiktíð. Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira