Risadagur á NFL-markaðnum í gær með metsamningi og kveðjustund í Seattle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 13:31 Aaron Rodgers fær yfir 26 milljarða í laun næstu fjögur árin. Getty/Quinn Harris Það vantaði ekki stóru fréttirnar af leikmannamarkaði NFL-deildarinnar í gær og á næstu dögum eru líkur á að það verði fleiri fréttir af því hvar öflugir leikmenn finni sér heimili fyrir næstu leiktíð. Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira