Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 11:12 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðuna erfiða um þessar mundir. Vísir Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum. Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum.
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22