Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 12:33 Sóttvarnalæknir segir að landsmenn þurfi að reyna að takmarka útbreiðsluna eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11