Ég er ekki hræddur við breytingar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. mars 2022 11:31 Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun