Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 11:46 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Vísir/Vilhelm Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43