Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2022 12:20 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist þegar hafa talsverðar áhyggjur af bágri fjárhagsstöðu ferðamálageirans og stríð í álfunni sé ekki á bætandi. Stríðsreksturinn hafi þau áhrif að hann bæði dregur úr ferðavilja og þrýstir verði upp. „Það verður dýrara að ferðast“ „Við vorum að vonast eftir góðu ferðasumri en stríðið setur það í eitthvert uppnám, eins og allt sem leiðir af þeim hörmungum,“ segir Skarphéðinn sem bætir við að stríðsrekstur sé alltaf slæmur fyrir ferðaþjónustu. „Alveg sama hvernig á það er litið. Það eru að vísu skiptar skoðanir um það hversu mikil áhrifin verða á ferðaþjónustuna hér á landi; hvort þau verði mikil eða lítil. Við eigum bara eftir að sjá það. Það er ekki bara þannig stríð dragi úr ferðavilja, sérstaklega þegar það svona stutt frá eins og Úkraína er í raun og veru, heldur hefur þetta líka áhrif á kostnað. Olíuverð er að fara upp og ýmislegt fleira. Það hefur þau áhrif að það verður dýrara að ferðast.“ Ferðaþjónustan að taka við sér en þó langt í land Bókunarstaðan fyrir sumarið er þó ágæt. Ferðaþjónustan eigi þó langt í land til að ná þeim árangri og náðist fyrir heimsfaraldurinn. „Við erum náttúrulega búin að vera í óttalegu hallæri síðustu sumur út af COVID. Næsta sumar verður talsvert betra þó það séu vísbendingar um að það verði ekki eins fjölmennt og sumarið fyrir COVID.“ Síðustu vetrarmánuðirnir og vorið líti ekki nægilega vel út. Brottfarir erlendra farþega í febrúar síðastliðnum voru 76 þúsund en í sama mánuði árið 2020 voru þeir 133 þúsund. „Við vitum að fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar er mjög erfið og það þarf þónokkuð til að hún rétti úr kútnum. Ég efast nú um að það verði hagnaður þó að fjárhagurinn verði eitthvað skárri en hann hefur verið á síðustu tveimur árum.“ Ekki gert ráð fyrir mörgum ferðamönnum frá Asíu En hvaða ferðamenn munu sækja Ísland heim næsta sumar? „Við gerum nú ráð fyrir að þetta verði svipað og var fyrir COVID og að þessi sömu markaðssvæði komi til okkar; Evrópubúarnir, Bandaríkjamennirnir og Kanada. Það sem verður þó frábrugðið er að Asíumarkaðurinn tekur ekki við sér strax og það er almennt ekki gert ráð fyrir að þeir verði hérna á ferðinni neitt af ráði á þessu ári.“ Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á Íslandi standi frammi fyrir ýmsum áskorunum er margt jákvætt í gangi. Tilkoma flugfélagsins Play sé til dæmis mikið gleðiefni að mati ferðamálastjóra. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé sem mest framboð af flugsætum og að það sé fjölbreytileiki í því þannig að það er alveg klárt að það hefur góð og jákvæð áhrif að það sé fólk að fljúga hingað þannig að það er engi spurning um það.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01 Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01 Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist þegar hafa talsverðar áhyggjur af bágri fjárhagsstöðu ferðamálageirans og stríð í álfunni sé ekki á bætandi. Stríðsreksturinn hafi þau áhrif að hann bæði dregur úr ferðavilja og þrýstir verði upp. „Það verður dýrara að ferðast“ „Við vorum að vonast eftir góðu ferðasumri en stríðið setur það í eitthvert uppnám, eins og allt sem leiðir af þeim hörmungum,“ segir Skarphéðinn sem bætir við að stríðsrekstur sé alltaf slæmur fyrir ferðaþjónustu. „Alveg sama hvernig á það er litið. Það eru að vísu skiptar skoðanir um það hversu mikil áhrifin verða á ferðaþjónustuna hér á landi; hvort þau verði mikil eða lítil. Við eigum bara eftir að sjá það. Það er ekki bara þannig stríð dragi úr ferðavilja, sérstaklega þegar það svona stutt frá eins og Úkraína er í raun og veru, heldur hefur þetta líka áhrif á kostnað. Olíuverð er að fara upp og ýmislegt fleira. Það hefur þau áhrif að það verður dýrara að ferðast.“ Ferðaþjónustan að taka við sér en þó langt í land Bókunarstaðan fyrir sumarið er þó ágæt. Ferðaþjónustan eigi þó langt í land til að ná þeim árangri og náðist fyrir heimsfaraldurinn. „Við erum náttúrulega búin að vera í óttalegu hallæri síðustu sumur út af COVID. Næsta sumar verður talsvert betra þó það séu vísbendingar um að það verði ekki eins fjölmennt og sumarið fyrir COVID.“ Síðustu vetrarmánuðirnir og vorið líti ekki nægilega vel út. Brottfarir erlendra farþega í febrúar síðastliðnum voru 76 þúsund en í sama mánuði árið 2020 voru þeir 133 þúsund. „Við vitum að fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar er mjög erfið og það þarf þónokkuð til að hún rétti úr kútnum. Ég efast nú um að það verði hagnaður þó að fjárhagurinn verði eitthvað skárri en hann hefur verið á síðustu tveimur árum.“ Ekki gert ráð fyrir mörgum ferðamönnum frá Asíu En hvaða ferðamenn munu sækja Ísland heim næsta sumar? „Við gerum nú ráð fyrir að þetta verði svipað og var fyrir COVID og að þessi sömu markaðssvæði komi til okkar; Evrópubúarnir, Bandaríkjamennirnir og Kanada. Það sem verður þó frábrugðið er að Asíumarkaðurinn tekur ekki við sér strax og það er almennt ekki gert ráð fyrir að þeir verði hérna á ferðinni neitt af ráði á þessu ári.“ Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á Íslandi standi frammi fyrir ýmsum áskorunum er margt jákvætt í gangi. Tilkoma flugfélagsins Play sé til dæmis mikið gleðiefni að mati ferðamálastjóra. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé sem mest framboð af flugsætum og að það sé fjölbreytileiki í því þannig að það er alveg klárt að það hefur góð og jákvæð áhrif að það sé fólk að fljúga hingað þannig að það er engi spurning um það.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01 Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01 Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01
Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01
Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34