Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 17:32 Ríkisstjórnar fundur þar sem kynntar voru nýjar sóttvarnareglur í lok fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. Fjármálaráðherra skrifaði um mögulega inngöngu Íslands að Evrópusambandinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann rekur efnahagssöguna frá hruni stuttlega og segir vel hafa gengið án aðildar að sambandinu. „Á rúmum áratug hefur íslenska þjóðin í tvígang gengið gegnum djúpar alþjóðlegar efnahagslægðir og sýnt mikla þrautsegju og aðlögunarhæfni. Íslenska krónan hefur ótvírætt sannað gildi sitt, styrkur efnahagslífsins er mikill og eftir allt þetta getum við fullum fetum sagt: framtíðin er björt. Það er þess vegna með miklum ólíkindum að nú, skömmu eftir kosningar, skuli því haldið fram að brýnt sé að sækja að nýju um aðild að ESB,“ heldur fjármálaráðherra áfram. Hann telur að Íslendingar muni ekki standa betur að vígi í hermálum með því að tilheyra sambandinu. Aðild að NATO og varnarsamningum við Bandaríkin séu feykinóg og mögulegar ógnir sé hægt að tækla án aðildar að ESB. Bjarni lýkur færslunni á því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn telji inngöngu að ESB óþarfa: „Það fylgir þeirri sýn að við séum ávallt tilbúin að axla ábyrgð á stöðu mála hér heima fyrir, finna lausnir og leysa úr málum af eigin rammleik á lýðræðislegan hátt í opnu og frjálsu samfélagi, en sópa ekki hvers kyns áskorunum eða viðfangsefnum stjórnmálanna út í ESB hornið í sífellu. Það er uppgjöf fyrir verkefnum samtímans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Fjármálaráðherra skrifaði um mögulega inngöngu Íslands að Evrópusambandinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann rekur efnahagssöguna frá hruni stuttlega og segir vel hafa gengið án aðildar að sambandinu. „Á rúmum áratug hefur íslenska þjóðin í tvígang gengið gegnum djúpar alþjóðlegar efnahagslægðir og sýnt mikla þrautsegju og aðlögunarhæfni. Íslenska krónan hefur ótvírætt sannað gildi sitt, styrkur efnahagslífsins er mikill og eftir allt þetta getum við fullum fetum sagt: framtíðin er björt. Það er þess vegna með miklum ólíkindum að nú, skömmu eftir kosningar, skuli því haldið fram að brýnt sé að sækja að nýju um aðild að ESB,“ heldur fjármálaráðherra áfram. Hann telur að Íslendingar muni ekki standa betur að vígi í hermálum með því að tilheyra sambandinu. Aðild að NATO og varnarsamningum við Bandaríkin séu feykinóg og mögulegar ógnir sé hægt að tækla án aðildar að ESB. Bjarni lýkur færslunni á því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn telji inngöngu að ESB óþarfa: „Það fylgir þeirri sýn að við séum ávallt tilbúin að axla ábyrgð á stöðu mála hér heima fyrir, finna lausnir og leysa úr málum af eigin rammleik á lýðræðislegan hátt í opnu og frjálsu samfélagi, en sópa ekki hvers kyns áskorunum eða viðfangsefnum stjórnmálanna út í ESB hornið í sífellu. Það er uppgjöf fyrir verkefnum samtímans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56
Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35