Engin virkni í kollagen sem ekki fæst úr hefðbundinni fæðu Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2022 10:17 Kollagenvörur unnar úr sláturafgöngum dýra og fiska eru þó allra mest notaðar í matvælaiðnaði og eru framleiddar í verulegu magni til slíkra nota um allan heim. Hráefniskostnaðurinn er lítill og því um verulega ábatasama framleiðslu að ræða. vísir/vilhelm Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím. Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru. Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru.
Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira