KR er kryptonít Benna Gum: Þrettán töp í síðustu fjórtán leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 10:40 Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur. Hann vill örugglega sleppa við að mæta KR í úrslitakeppninni í næsta mánuði. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar steinlágu á móti KR-ingum á heimavelli í gærkvöldi og gáfu um leið Þorlákshafnar Þórsurum frumkvæðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Það var langt frá því að vera einhver deildarmeistarabragur á Njarðvíkurliðinu í Ljónagryfjunni í gær en KR, liðið í níunda sæti, niðurlægði bikarmeistarana á þeirra eigin heimavelli. KR vann leikinn á endanum með 35 stiga mun. 125-90, eftir að hafa verið 22 stigum yfir í hálfleik, 62-40. KR hefur þar með unnið báða deildarleiki sína á móti Njarðvík á tímabilinu því KR vann fyrri leikinn með sextán stiga mun í Vesturbænum fyrir áramót, 91-75. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er KR-ingurinn Benedikt Guðmundsson. Benedikt er nefnilega uppalinn KR-ingur og steig þar sín fyrstu skref sem þjálfari. Hann hefur gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum. Þegar kemur að því að mæta liði KR sem þjálfari mótherjanna þá hefur vægast sagt ekki gengið vel hjá Benna. Tapið í gærkvöldi var hans þrettánda í síðustu fjórtán leikjum á móti KR og mörg þeirra hafa verið stórir skellir. Af þessum þrettán tapleikjum þá hafa lið Benna tapað tólf sinnum með meira en tíu stigum og sjö sinnum með tuttugu stigum eða meira. Leikurinn í gær var í sjötta sinn á þessum níu árum þar sem lið undir stjórn Benedikts tapar með þrjátíu stigum eða meira á móti KR. Í þessum fjórtán síðustu leikjum þá eru lið Benna 275 stig í mínus í leikjum sínum á móti KR á Íslandsmóti karla í körfubolta. Það er því óhætt að halda því fram að KR sér kryptonít þjálfarans og KR-ingsins Benedikts Guðmundssonar. Síðustu fjórtán leikir Benedikts Guðmundssonar á móti KR á Íslandsmóti: 14. mars 2022 - Deild - 35 stiga tap með Njarðvík (90-125) 29. október 2021 - Deild - 16 stiga tap með Njarðvík (75-91) 21. mars 2017 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Ak. (80-90) 18. mars 2017 - Úrslitakeppni - 17 stiga tap með Þór Ak. (64-81) 15. mars 2017 - Úrslitakeppni - 31 stigs tap með Þór Ak. (68-99) 17. febrúar 2017 - Deild - 28 stiga sigur með Þór Ak. (83-65) 10. nóvember 2016 - Deild - 11 stiga tap með Þór Ak. (86-97) 8. mars 2015 - Deild - 42 stiga tap með Þór Þorl. (78-120) 12. desember 2014 - Deild - 35 stiga tap með Þór Þorl. (92-127) 28. febrúar 2014 - Deild - 21 stigs tap með Þór Þorl. (78-99) 28. nóvember 2013 - Deild - 32 stiga tap með Þór Þorl. (79-111) 24. mars 2013 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Þorl. (83-93) 21. mars 2013 - Úrslitakeppni - 38 stiga tap með Þór Þorl. (83-121) 10. febrúar 2013 - Deild - 5 stiga tap með Þór Þorl. (83-88) Samtals 14 leikir 1 sigur 13 tapleikur Nettó: -275 Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Það var langt frá því að vera einhver deildarmeistarabragur á Njarðvíkurliðinu í Ljónagryfjunni í gær en KR, liðið í níunda sæti, niðurlægði bikarmeistarana á þeirra eigin heimavelli. KR vann leikinn á endanum með 35 stiga mun. 125-90, eftir að hafa verið 22 stigum yfir í hálfleik, 62-40. KR hefur þar með unnið báða deildarleiki sína á móti Njarðvík á tímabilinu því KR vann fyrri leikinn með sextán stiga mun í Vesturbænum fyrir áramót, 91-75. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er KR-ingurinn Benedikt Guðmundsson. Benedikt er nefnilega uppalinn KR-ingur og steig þar sín fyrstu skref sem þjálfari. Hann hefur gert bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum. Þegar kemur að því að mæta liði KR sem þjálfari mótherjanna þá hefur vægast sagt ekki gengið vel hjá Benna. Tapið í gærkvöldi var hans þrettánda í síðustu fjórtán leikjum á móti KR og mörg þeirra hafa verið stórir skellir. Af þessum þrettán tapleikjum þá hafa lið Benna tapað tólf sinnum með meira en tíu stigum og sjö sinnum með tuttugu stigum eða meira. Leikurinn í gær var í sjötta sinn á þessum níu árum þar sem lið undir stjórn Benedikts tapar með þrjátíu stigum eða meira á móti KR. Í þessum fjórtán síðustu leikjum þá eru lið Benna 275 stig í mínus í leikjum sínum á móti KR á Íslandsmóti karla í körfubolta. Það er því óhætt að halda því fram að KR sér kryptonít þjálfarans og KR-ingsins Benedikts Guðmundssonar. Síðustu fjórtán leikir Benedikts Guðmundssonar á móti KR á Íslandsmóti: 14. mars 2022 - Deild - 35 stiga tap með Njarðvík (90-125) 29. október 2021 - Deild - 16 stiga tap með Njarðvík (75-91) 21. mars 2017 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Ak. (80-90) 18. mars 2017 - Úrslitakeppni - 17 stiga tap með Þór Ak. (64-81) 15. mars 2017 - Úrslitakeppni - 31 stigs tap með Þór Ak. (68-99) 17. febrúar 2017 - Deild - 28 stiga sigur með Þór Ak. (83-65) 10. nóvember 2016 - Deild - 11 stiga tap með Þór Ak. (86-97) 8. mars 2015 - Deild - 42 stiga tap með Þór Þorl. (78-120) 12. desember 2014 - Deild - 35 stiga tap með Þór Þorl. (92-127) 28. febrúar 2014 - Deild - 21 stigs tap með Þór Þorl. (78-99) 28. nóvember 2013 - Deild - 32 stiga tap með Þór Þorl. (79-111) 24. mars 2013 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Þorl. (83-93) 21. mars 2013 - Úrslitakeppni - 38 stiga tap með Þór Þorl. (83-121) 10. febrúar 2013 - Deild - 5 stiga tap með Þór Þorl. (83-88) Samtals 14 leikir 1 sigur 13 tapleikur Nettó: -275
Síðustu fjórtán leikir Benedikts Guðmundssonar á móti KR á Íslandsmóti: 14. mars 2022 - Deild - 35 stiga tap með Njarðvík (90-125) 29. október 2021 - Deild - 16 stiga tap með Njarðvík (75-91) 21. mars 2017 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Ak. (80-90) 18. mars 2017 - Úrslitakeppni - 17 stiga tap með Þór Ak. (64-81) 15. mars 2017 - Úrslitakeppni - 31 stigs tap með Þór Ak. (68-99) 17. febrúar 2017 - Deild - 28 stiga sigur með Þór Ak. (83-65) 10. nóvember 2016 - Deild - 11 stiga tap með Þór Ak. (86-97) 8. mars 2015 - Deild - 42 stiga tap með Þór Þorl. (78-120) 12. desember 2014 - Deild - 35 stiga tap með Þór Þorl. (92-127) 28. febrúar 2014 - Deild - 21 stigs tap með Þór Þorl. (78-99) 28. nóvember 2013 - Deild - 32 stiga tap með Þór Þorl. (79-111) 24. mars 2013 - Úrslitakeppni - 10 stiga tap með Þór Þorl. (83-93) 21. mars 2013 - Úrslitakeppni - 38 stiga tap með Þór Þorl. (83-121) 10. febrúar 2013 - Deild - 5 stiga tap með Þór Þorl. (83-88) Samtals 14 leikir 1 sigur 13 tapleikur Nettó: -275
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira