Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 11:01 Victoria Azarenka reyndi að halda keppni áfram en átti í miklum erfiðleikum með það. AP/Mark J. Terrill Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a> Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a>
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira