Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 10:50 Sumartíminn byrjaði síðastliðinn sunnudag í Bandaríkjunum en öldungadeildin vill að breytingin verði varanleg. Getty/Al Drago Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24