Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 07:00 Sundhöllina teiknaði Guðjón Samúelsson. Hann hefur að mati fastagests laugarinnar mikið uppeldisgildi. reykjavik.is Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35