Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 07:00 Sundhöllina teiknaði Guðjón Samúelsson. Hann hefur að mati fastagests laugarinnar mikið uppeldisgildi. reykjavik.is Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35