Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 22:52 Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins frá héraðsdómi Norðurlands eystra sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að lögreglunni hafi verið óheimilt að taka skýrslu af honum sem sakborningur. Lögreglustjórinn áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og segir Aðalsteinn að hann hyggist nú fara með málið áfram til Hæstaréttar. Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en gögn úr síma hans komu við sögu í umfjöllun um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Fram hefur komið að blaðamennirnir fjórir séu grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni sem fannst á símanum og brot á friðhelgi. Aðalsteinn kveðst ekki hafa séð umrætt efni og hefur verjandi hans sagt kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. „Eftir stendur allt sem kom fram við meðferð málsins í héraðsdómi að lögreglan er að rannaska einhvern glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Lögreglan ákveður að gera mig að sakborningi út frá þeim fréttum sem ég hef skrifað og engu öðru. Þessi niðurstaða Landsréttar breytir ekki þeim staðreyndum málsins,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur Í dómi Landsréttar segir meðal annars að löggjöf um réttindi og skyldur blaðamanna auk ákvæða um vernd heimildarmanna leiði ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. Vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu er sagt ná eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja efnislegt mat við upphaf rannsóknar á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varði blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Landsréttur fer ekkert efnislega í málið og fer aðallega bara yfir það að hann telji að dómstólar eigi ekki að geta haft neitt að segja um aðgerðir lögreglu,“ segir Aðalsteinn. „Það er náttúrlega ótrúlega skrítið ef í lýðræðisríki sé það þannig að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur til að gera fólk að sakborningum og þeir hafi enga möguleika á að láta reyna á lögmæti þess. Það er ótrúlega skrítin staða í þessu samfélagi sem við erum að reyna að reka hér.“ Á ekki von á því að verða boðaður strax Aðalsteinn hefur þrjá daga til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og gerir ráð fyrir að lögreglan leyfi þessum fresti að líða áður en hann verður boðaður aftur til yfirheyrslu. „Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan horfi til þess í staðinn fyrir að rjúka af stað í yfirheyrslur. Hún hefur sjálf sagt að það séu engir rannsóknarhagsmunir sem lögreglan telur knýja á um að þessar yfirheyrslur fari fram strax.“ Samherjaskjölin Dómsmál Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins frá héraðsdómi Norðurlands eystra sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að lögreglunni hafi verið óheimilt að taka skýrslu af honum sem sakborningur. Lögreglustjórinn áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar og segir Aðalsteinn að hann hyggist nú fara með málið áfram til Hæstaréttar. Aðalsteinn var einn fjögurra blaðamanna sem fékk réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Málið varðar síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en gögn úr síma hans komu við sögu í umfjöllun um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Fram hefur komið að blaðamennirnir fjórir séu grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni sem fannst á símanum og brot á friðhelgi. Aðalsteinn kveðst ekki hafa séð umrætt efni og hefur verjandi hans sagt kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. „Eftir stendur allt sem kom fram við meðferð málsins í héraðsdómi að lögreglan er að rannaska einhvern glæp sem engar vísbendingar eru um að hafi verið framinn og ekkert tengir mig við. Lögreglan ákveður að gera mig að sakborningi út frá þeim fréttum sem ég hef skrifað og engu öðru. Þessi niðurstaða Landsréttar breytir ekki þeim staðreyndum málsins,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur Í dómi Landsréttar segir meðal annars að löggjöf um réttindi og skyldur blaðamanna auk ákvæða um vernd heimildarmanna leiði ekki af sér skyldu til að tryggja blaðamönnum vernd gegn rannsókn lögreglu á ætluðum brotum þeirra gegn almennum hegningarlögum við rækslu starfa þeirra eða saksókn fyrir slík brot ef svo ber undir. Vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu er sagt ná eingöngu til formlegra atriða, en ekki til þess að leggja efnislegt mat við upphaf rannsóknar á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út eða gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi. Hið sama eigi við um að taka afstöðu til annarra atriða á þessu stigi máls sem varði blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. „Landsréttur fer ekkert efnislega í málið og fer aðallega bara yfir það að hann telji að dómstólar eigi ekki að geta haft neitt að segja um aðgerðir lögreglu,“ segir Aðalsteinn. „Það er náttúrlega ótrúlega skrítið ef í lýðræðisríki sé það þannig að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur til að gera fólk að sakborningum og þeir hafi enga möguleika á að láta reyna á lögmæti þess. Það er ótrúlega skrítin staða í þessu samfélagi sem við erum að reyna að reka hér.“ Á ekki von á því að verða boðaður strax Aðalsteinn hefur þrjá daga til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og gerir ráð fyrir að lögreglan leyfi þessum fresti að líða áður en hann verður boðaður aftur til yfirheyrslu. „Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan horfi til þess í staðinn fyrir að rjúka af stað í yfirheyrslur. Hún hefur sjálf sagt að það séu engir rannsóknarhagsmunir sem lögreglan telur knýja á um að þessar yfirheyrslur fari fram strax.“
Samherjaskjölin Dómsmál Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23