Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 10:32 Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda á Íslandi, hefur tekið á móti dönskum starfsbræðrum sínum á síðustu dögum. SKAGAFJÖRÐUR/GETTY Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda á Íslandi, segir að dönsku minkabændurnir hafi meðal annars heimsótt bú hans í Skagafirði og skoðað hér aðstæður og dýr. Einn gestanna, Erik Vammen, sé stjórnarmaður í nýju félagi loðdýrabænda í Danmörku og hafi hug á því að koma upp minkabúi á ný, fari svo að stjórnvöld þar í landi gefi grænt ljós á slíkt. Nothæfur afleggjari „Þeir eru mikið að velta fyrir sér dýrastofninum hjá okkur. Við keyptum mikið af lífdýrum frá Danmörku í um fimmtán ár í röð. Við kynbættum okkar stofn grimmt með dönskum minkum. Við keyrðum að miklu leyti á sömu ræktunarstefnu og danskir minkabændur gerðu, það er að gera stutthærð, stór dýr með þéttan feld. Við keyrðum á sömu ræktunarlínu, enda var það línan sem uppboðshúsið í Kaupmannahöfn mælti með, markaðssetti og vel gekk að selja, gaf bestu verðin. Dönsku bændurnir vilja því komast í sambærileg dýr og það eru ekkert mörg lönd sem eru með þannig dýr í dag. Það má því segja að það sé nothæfur afleggjari fyrir Danina hérna á Íslandi,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Óvissa um framtíð minkaræktar í Danmörku Bann við minkarækt er í gildi í Danmörku út þetta ár, en enn eiga dönsk stjórnvöld eftir að gefa skýr svör um hvað gerist eftir það. „Bændurnir hafa ekkert fengið uppáskrifað frá stjórnvöldum. Þeir vita ekkert hvað stjórnvöld ætla sér gagnvart þeim. Þeir vilja auðvitað fá svör,“ segir Einar. Sagt var frá heimsókn dönsku bændanna til Íslands í frétt DR. Þar kemur fram að danskir minkabændur þurfi að greina danska ríkinu frá því fyrir 1. apríl næstkomandi hvort þeir ætli sér að hætta ræktun gegn því að þiggja bætur frá ríkinu. Segir að 11. mars síðastliðinn hafi 864 fyrrverandi minkabændur nú þegar sótt um slíkar lokunarbætur, en einungis þrír sótt um sérstakan styrk sem feli í sér að þeir hafi í hyggju að hefja minkaræktun á ný. Alls eigi danska ríkið von á svörum frá um 1.200 fyrrverandi minkabændum. Reiðubúnir að selja lífdýr Einar segir íslenska loðdýrabændur klárlega reiðubúna að selja lífdýr ef einhver vill kaupa þau. „Það er ekki spurning. Við höfum góð dýr að bjóða og svo erum við vanir því að flytja svona dýr milli landa. Við höfum flutt það mikið af dýrum frá Danmörku að við þekkjum þessa ferla þokkalega.“ Einar segir markaðinn með loðdýraskinn hafa verið mjög erfiðan síðustu ár. „Markaðurinn er í algjörum lamasessi vegna COVID í Kína og svo vegna innrásar Rússa í Úkraínu núna. Rússland hefur alltaf verið stór markaður. Það byrjaði uppboðsmarkaður í Kaupmannahöfn sama dag og innrásin hófst og það fraus markaðurinn. Kaupendur hafa haldið að sér höndum. Við verðum bara að sjá til hvernig þetta þróast, en markaðsfræðingar telja að markaðurinn gæti tekið við sér þegar líður á árið.“ Minkabúum hefur fækkað umtalsvert á Íslandi síðustu ár. Alls eru níu minkabú nú starfandi hér á landi og hefur þeim fækkað um eitt í heimsfaraldrinum. Árið 2015 voru þau hins vegar tuttugu talsins. Loðdýrarækt Danmörk Skagafjörður Tengdar fréttir Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda á Íslandi, segir að dönsku minkabændurnir hafi meðal annars heimsótt bú hans í Skagafirði og skoðað hér aðstæður og dýr. Einn gestanna, Erik Vammen, sé stjórnarmaður í nýju félagi loðdýrabænda í Danmörku og hafi hug á því að koma upp minkabúi á ný, fari svo að stjórnvöld þar í landi gefi grænt ljós á slíkt. Nothæfur afleggjari „Þeir eru mikið að velta fyrir sér dýrastofninum hjá okkur. Við keyptum mikið af lífdýrum frá Danmörku í um fimmtán ár í röð. Við kynbættum okkar stofn grimmt með dönskum minkum. Við keyrðum að miklu leyti á sömu ræktunarstefnu og danskir minkabændur gerðu, það er að gera stutthærð, stór dýr með þéttan feld. Við keyrðum á sömu ræktunarlínu, enda var það línan sem uppboðshúsið í Kaupmannahöfn mælti með, markaðssetti og vel gekk að selja, gaf bestu verðin. Dönsku bændurnir vilja því komast í sambærileg dýr og það eru ekkert mörg lönd sem eru með þannig dýr í dag. Það má því segja að það sé nothæfur afleggjari fyrir Danina hérna á Íslandi,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Óvissa um framtíð minkaræktar í Danmörku Bann við minkarækt er í gildi í Danmörku út þetta ár, en enn eiga dönsk stjórnvöld eftir að gefa skýr svör um hvað gerist eftir það. „Bændurnir hafa ekkert fengið uppáskrifað frá stjórnvöldum. Þeir vita ekkert hvað stjórnvöld ætla sér gagnvart þeim. Þeir vilja auðvitað fá svör,“ segir Einar. Sagt var frá heimsókn dönsku bændanna til Íslands í frétt DR. Þar kemur fram að danskir minkabændur þurfi að greina danska ríkinu frá því fyrir 1. apríl næstkomandi hvort þeir ætli sér að hætta ræktun gegn því að þiggja bætur frá ríkinu. Segir að 11. mars síðastliðinn hafi 864 fyrrverandi minkabændur nú þegar sótt um slíkar lokunarbætur, en einungis þrír sótt um sérstakan styrk sem feli í sér að þeir hafi í hyggju að hefja minkaræktun á ný. Alls eigi danska ríkið von á svörum frá um 1.200 fyrrverandi minkabændum. Reiðubúnir að selja lífdýr Einar segir íslenska loðdýrabændur klárlega reiðubúna að selja lífdýr ef einhver vill kaupa þau. „Það er ekki spurning. Við höfum góð dýr að bjóða og svo erum við vanir því að flytja svona dýr milli landa. Við höfum flutt það mikið af dýrum frá Danmörku að við þekkjum þessa ferla þokkalega.“ Einar segir markaðinn með loðdýraskinn hafa verið mjög erfiðan síðustu ár. „Markaðurinn er í algjörum lamasessi vegna COVID í Kína og svo vegna innrásar Rússa í Úkraínu núna. Rússland hefur alltaf verið stór markaður. Það byrjaði uppboðsmarkaður í Kaupmannahöfn sama dag og innrásin hófst og það fraus markaðurinn. Kaupendur hafa haldið að sér höndum. Við verðum bara að sjá til hvernig þetta þróast, en markaðsfræðingar telja að markaðurinn gæti tekið við sér þegar líður á árið.“ Minkabúum hefur fækkað umtalsvert á Íslandi síðustu ár. Alls eru níu minkabú nú starfandi hér á landi og hefur þeim fækkað um eitt í heimsfaraldrinum. Árið 2015 voru þau hins vegar tuttugu talsins.
Loðdýrarækt Danmörk Skagafjörður Tengdar fréttir Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46