Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 08:18 Greiðslurnar eru tímabundin aðgerð vegna álags faraldurs Covid-19, meðal annars tengdu fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjarvista veikra starfsmanna. Aðgerðin átti að gilda til 15. mars með möguleika á framlengingu og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur hún verið framlengd til 31. mars. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira