Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:13 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um stríðið í Úkraínu. Vísir/vilhelm Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira