Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:13 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um stríðið í Úkraínu. Vísir/vilhelm Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira