Fótbolti

Fjórir frá meisturunum í U-21 árs landsliðinu og Adam Ingi fær tækifæri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Ingi Benediktsson er í U-21 árs landsliðinu í fyrsta sinn.
Adam Ingi Benediktsson er í U-21 árs landsliðinu í fyrsta sinn. getty/Seb Daly

Davíð Snorri Jónasson hefur tilkynnt leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2023.

Adam Ingi Benediktsson, nítján ára markvörður IFK Gautaborgar, er í fyrsta sinn í hópnum. Hann lék tvo leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Hákon Rafn Valdimarsson, leikur einnig í Svíþjóð, með Elfsborg.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga fjóra leikmenn í hópnum: Loga Tómasson, Kristal Mána Ingason, Viktor Örlyg Andrason og Karl Friðleif Gunnarsson.

Af tuttugu leikmönnum í íslenska hópnum leika tíu á Íslandi, níu í Bestudeildinni og einn í Lengjudeildinni.

Ísland mætir Portúgal 25. mars og Kýpur fjórum dögum seinna. Báðir leikirnir fara fram ytra. Íslendingar eru í 4. sæti D-riðils undankeppninnar með sjö stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×