Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 15:14 ÁTVR hafði ekki erindi sem erfiði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39