Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum þar sem við hittum einnig mæðgur komu nýlega til landsins frá Úkraínu. Móðirin vonast til þess að dóttir sín fái skólavist sem allra fyrst en hana langar aftur til heimalandsins um leið og stríðinu lýkur.
Nokkur tíðindi eru í nýrri Maskínukönnun á fylgi flokkanna í borginni. Við förum yfir hana og ræðum einnig við formann Félags grunnskólakennara sem segir að mikið baráttumál hafi náðst í gegn í nýjum kjarasamningi.
Þá kynnum við okkur nýja deilibíla í borginni og verðum í beinni frá Hörpu þar sem afmælistónleikar gusgus fara fram í kvöld – tveimur árum á eftir áætlun.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.