Roma pakkaði Lazio saman í borgarslagnum um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 19:15 Tammy Abraham átti frábæran leik í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Roma vann frábæran 3-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00