Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2022 22:22 Olga Gísladóttir er verkstjóri og gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði. Einar Árnason Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02
Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent