Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Atli Arason skrifar 21. mars 2022 23:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. „Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
„Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira