Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Atli Arason skrifar 22. mars 2022 07:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. „Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira