Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 07:16 Kamila Valieva brotnaði saman eftir frjálsu æfingarnar í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. getty/Nikolay Muratkin Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira