Innlent

Fluttur á sjúkra­hús eftir að grjót á stærð við jepp­ling féll á gröfuna

Eiður Þór Árnason skrifar
Maðurinn undirgekkst aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Maðurinn undirgekkst aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri á tíunda tímanum í morgun eftir stærðarinnar grjót féll á hann í grjótnámu skammt frá Akureyri. Hann er sagður vera töluvert slasaður.

„Það er sprengt í grjótnámunni þar sem er klettastál og svo fer maður á gröfu og er að byrja að vinna í grjótinu þegar það fellur mjög stórt stykki úr stálinu, kannski á við lítinn jeppling, á húsið á gröfunni. Það fellur eiginlega saman við þetta og hann klemmist inn í því,“ segir Rolf Tryggvason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri, í samtali við Vísi. RÚV greindi áður frá slysinu.

Maðurinn var í kjölfarið klipptur úr gröfuhúsinu og fluttur á slysadeild. Þar var hann sendur í aðgerð vegna beinbrots og innvortis áverka. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×